MND

Sími: (+354) 565-5727

Árið og næsta

Árið og næsta

MND félagið og starfsemin að undanförnu (2006) og þau verkefni sem halda munu áfram. (2007)

 

1. Öndunarvélar. Raunverulegt val og hjálparhellur!

Fagfólki boðið til Árósa til að kynna sér Danskar starfsaðferðir. 3 ferðir farnar, rúmlega tuttugu manns.

Mikið samráðsferli kerfana 3 vegna Hjálparhellukerfis. Heilbrigðiskerfis, félagskerfis ríkisins og félagskerfis bæjarfélagana.

Vona að þetta sé nánast í höfn hvað MND veika varðar, en ég hef krafist þess að allt starf sé miðað við alla.

Lungnadeildarfólk orðið hluti af MND teyminu, allavega mikil og góð samvinna.

Evald Krog kom 2 ferðir til Íslands á árinu, ein ferðin var heldur lengri en aðrar og gat hann ásamt fylgdarliði notið orlofs í nokkra daga. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við Dönsku samtökin og þeirra aðstoð.

2. Skrifstofa félagsins og fundaraðstaða var flutt í Hátún 10b á árinu 2006. Við ásamt öðrum félögum sem þar eru munum leita sameiginlega að heppilegu húsnæði. Vonandi klárast það á árinu 2007.

3. Alþjóðlegi MND dagurinn var haldinn 21. júní á Grand Hótel. Á annað hundrað manns komu og nutu veislufanga frá Grundarfjarðargenginu.

4. Norræn ráðstefna var haldin á Selfossi í september 2006.

150 þátttakendur frá öllum Norðurlöndum.

Mikil ánægja allra.

Myndir frá Norræna starfinu eru á www.nordicals.net .

5. Dreifing á DVD mynd með íslenskum texta til námsmanna og fagfólks. Mynd um líf fólks í öndunarvél.

6. Fræðslufyrirlestrar í skóla og hjá líknarfélögum um MND.

Hittum nemendur í Flensborgarskóla.

Hittum félaga í Rótary klúbb Grafarvogs.

7. "Ljóð í sjóð" til styrktar rannsóknum og starfi félagsins.

"Dollar á mann" til rannsókna á MND.

Bók og diskur kom út í nóvember.

8. MND félagið gaf bað, blátt lón, inná B2. MND félagið færði hjálparstofnunum 300 eintök af Ljóð í sjóð. Hælið í Hveragerði fékk þrekhjól af fullkomnustu gerð frá MND félaginu.

9. Söfnun MND félagsins fyrir Mongólíu á hjálpartækjum, er í fullum gangi. Stefnt að sendingu til þeirra í febrúar mars.

10. Herbergi fyrir mikið fatlaða í Hveragerði mjakast áfram.

Búið er að velja staðsettningu.

Búið er að teikna breytingar á húsnæðinu.

Samvinna við Svölurnar og Hollvinasamtök HNLFÍ

11. "Orlof fyrir alla" er í vinnslu.

Svæði við Úlfljótsvatn er í höfn.

Arkitekt hefur skoðað svæðið og er með verkefnið í vinnslu.

Fundað hefur verið með núverandi bústaðaeigendum og við erum samstíga þeim.

Evald hefur boðið lykil fólki til Musholm til skoðunar á aðstæðum.

12. Kæra er í undirbúningi vegna ferðaþjónustu fatlaðra. Afsláttur er gefin á öryggi í akstri með fatlaða. Ekki umsemjanlegt að okkar mati. Fólk í hjólastólum hefur ekki 3 punkta belti í ferðum akstursþjónustunar.

13. Fórum til Japans á alþjóðaráðstefnuna sem haldin var í Yokohama þetta árið.

14. Alþjóðadagurinn 21. júní 2007

15. Þátttaka í Norrænum fundi í Noregi í september 2007.

16. Þátttaka í Alþjóðaráðstefnunni í Kanada nóv/des 2007.

17. MND félagið hefur notið velvilja mjög margra einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka á árinu 2006. Við treystum áfram á þann stuðning enda ekki komin ennþá á föst fjárlög.

Guðjón Sigurðsson
Upprunalega skrifað 27.12.2006 -

Home Greinar Árið og næsta

Innskráning meðlima

Styrkja

Banki: 0516

Höfuðbók: 05

Reikningur: 410900

Kennitala: 630293-3089