MND

Sími: (+354) 565-5727

Málþing

Málþing um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) til framtíðar

8/11/2016                               

Tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð rennur út í lok þessa árs. Rýnt verður í reynsluna af verkefninu frá ólíkum sjónarhornum og horft til framtíðaruppbyggingar þessarar þjónustu á málþingi sem fram fer á Icelandair Hotel Reykjavík Natura 17. nóvember nk.

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Hugmyndafræðin gerir skýrar kröfur um að notandi aðstoðarinnar ráði því hvernig staðið er að framkvæmd hennar. NPA er því á margan hátt umbreyting á framkvæmd og skipulagi innan velferðarþjónustunnar. Þessi breyting gerir miklar kröfur til notenda, aðstoðarfólks og þeirra sem annast umsýslu með framkvæmd aðstoðarinnar.

Frá því 2011 hefur samstarfsverkefni um NPA verið við lýði. Sérstök verkefnisstjórn hefur starfað og fjallað um hvernig best verði staðið að framkvæmd NPA til framtíðar. Nú er komið að kaflaskilum og af því tilefni er boðað til málþings þar sem NPA verður rýnd frá mismunandi sjónarhornum. Þess er vænst að málþingið og niðurstöður þess geti orðið mikilvægt vegarnesti fyrir stjórnvöld þegar næstu skref við framtíðaruppbyggingu NPA verða stigin hér á landi.

Málþingið er haldið á vegum velferðarráðuneytisins í samvinnu við Verkefnisstjórn um NPA.

Aðgangur að málþinginu er ókeypis og öllum opinn en þátttakendur þurfa að skrá sig og fer skráningin fram á vef ráðuneytisins.

Innskráning meðlima

Styrkja

Banki: 0516

Höfuðbók: 05

Reikningur: 410900

Kennitala: 630293-3089