MND

Sími: (+354) 565-5727

Formaður að hugsa

Að tóra er ekki það sama og að lifa!

Að tóra eða lifa er tvennt ólíkt.

Stundum fær maður á tilfinninguna að stjórnvöld reikni með að það að tóra sé fullnægjandi aðstæður fyrir hluta þjóðarinnar.

Makar, ættingjar og vinir eru hnepptir í þrældóm ríkisins vegna launalausrar vinnu við verkefni sem ríki og sveitarfélögum er skylt að sjá um en gera ekki. Fólk bjargar sér og lifir af, tórir, þrátt fyrir þessi mannréttindabrot. Til þessara verkefna telst umönnun, fæði, klæði og húsnæði fyrir nána aðstandendur.

En það er krafa okkar Íslendinga að geta lifað í þessu frábæra landi. Að lifa er að mínu mati það að geta valið. Það að börnin mín geti stundað íþróttir og aðrar tómstundir. Að eiga fyrir fjölbreyttum næringarríkum mat alla daga. Að eiga fyrir lyfjum. Að geta leitað mér læknisaðstoðar. Að eiga fyrir skólabókum og öðru sem börn þurfa í skólann. Auk annars sem nánast telst eðlilegt fyrir flesta. Það eru mannréttindi.

Eitt er að fá það sem yfirvöld telja til lágmarksframfærslu og hitt er svo gleði yfirvalda við að hækka hlut notenda við allt og ekkert. Það hækkar hlutur sjúklinga við lyf, að leita sér lækninga og síðast en ekki síst okkar hlutur við útvegun hjálpartækja alltaf lífsnauðsynlegra fyrir okkur sem viljum lifa. Auðvita gætum við lagst í bælið og tórt, en þar skilur á milli míns og vilja yfirvalda. Ég vel lífið.

Minn draumur er og ósk um samvinnu við stjórnvöld að fækka þeim sem þurfa bætur svo betur megi gera við þá sem geta ekki annað en verið á bótum. Þar er fyrst og fremst að gera raunverulegt átak í vinnu fyrir alla, hlutastörfum verður að fjölga, endurmenntun verður að vera fjölbreitt og að veita okkur tækifæri til þátttöku í lífinu.

Hjálpartæki fylgi einstaklingnum. Hvaða möguleika á ég á vinnu ef vinnuveitandi verður sjálfur að útvega þau hjálpartæki sem ég þarf? Hann ræður ófatlaðann. Sama gildir ef ég flyst á heimili aldraðra. Þá verð ég að skila flestum hjálpartækjum afþví dagpeningar innifela þau útgjöld heimilisins. Hvað gerist? Ég verð meira og minna fastur inni og þá jafnvel bundinn við rúmið. Greiðslur duga ekki fyrir rekstri hvað þá hjálpartækjum. Þessvegna er svo mikilvægt að hjálpartæki fylgi hverju einstakling.

Innleiðum/lögleiðum samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það er grunnurinn að svo mörgu. Meðal annars að við fáum tækifæri til sjálfstæðs lífs. Þau skref hafa verið tekin af stjórnvöldum og vonandi endar það ekki í klúðri þingmanna.

Lifið heil.

Home Uncategorised Formaður að hugsa

Innskráning meðlima

Styrkja

Banki: 0516

Höfuðbók: 05

Reikningur: 410900

Kennitala: 630293-3089