MND

Sími: (+354) 565-5727

Frá formanni ÖBÍ-Fjölmennum

Heill og sæll Guðjón

Erindi mitt er að minna á 1. maí gönguna á þriðjudaginn nk. og kanna hvort megi jafnvel reikna með 5-10 manns frá þínu félagi, (hvort sem það eru aðstandendur, vinir og velunnarar eða félagsmenn sjálfir). 

Mjög mikilvægt er að félagar í aðildarfélögum ÖBÍ og sýni samtöðuog sendi 5-10 manns frá hverju félagi. Því fleiri því betra. Sjá nánar obi.is. Skráning á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Ath. að síðan er gjörningur á Lækjartorgi sem engin má missa af.

Tilgangurinn með göngunni nú er að sýna það að fólki er ekki sama, að við erum mörg og að við skiptum máli t.d. í kosningum, þess vegna verðum við að fylkja liði og vera sýnileg.

Tökum pláss!

Á þann vekjum við athygli fjölmiðla og náum augum og eyrum almennings og stjórnvalda.

Framundan eru breytingar á almannatryggingakerfinu og ýmislegt fleira s.s. að hafa áhrif á hverskyns kostnað sem leggst á fatlað fólk og langveikt fólk.

En fyrst afnemum við skerðingar!

Þuríður Harpa

Home Greinar Frá formanni ÖBÍ-Fjölmennum

Innskráning meðlima

Styrkja

Banki: 0516

Höfuðbók: 05

Reikningur: 410900

Kennitala: 630293-3089