MND

Sími: (+354) 565-5727

Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana

Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana

Ráðstefna um atvinnumál fatlaðs fólks á Grand hóteli Reykjavík

Fimmtudagur 27. febrúar 2014

kl. 13 -17

Fundarstjórar: Skúli Steinar Pétursson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Aðgangur ókeypis en þátttakendur þurfa að skrá sig á: www.throskahjalp.is Tilgreina þarf ef þörf er á rit- eða táknmálstúlkun

Umræðuefni meðal annarra: Ábyrgð í atvinnumálum fatlaðs fólks. - Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks (gr. 27). - Hvað er framundan á atvinnumálum fatlaðs fólks?

Dagskrá

13.00   Setning. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.

13.10   Samfélagslegt gildi atvinnuþátttöku. Sólveig Anna Bóasdóttir, dósent HÍ.

13.35   Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn. Ný íslensk rannsókn, Rannveig Traustadóttir,   prófessor HÍ.

14.00   Borgar sig að vinna? Halldór Sævar Guðbergsson,virkniráðgjafi.                

14.15   Kaffi

Aukin menntun, meiri atvinnumöguleikar?

14.35 Atvinnuþátttaka fólks með þroskahömlum sem lokið hefur starfstengdu diplómanámi frá Háskóla Ísland. Guðrún Stefánsdóttir, dósent HÍ.

14.55 Stökkpallur til nýrra tækifæra. Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hringsjár.

15.15 Samvinna Menntaskólans við Hamrahlíð og Atvinnu með stuðningi. Soffía Unnur Björnsdóttir, deildarstjóri MH.

Breytt viðhorf, nýjar leiðir

15.35   Starfsgetumat ný hugsun breyttar áherslur. Ása Dóra Konráðsdóttir, sviðsstjóri starfsendurhæfingar, Virk starfsendurhæfing

15.55 Góð GÆS gulli betri. GÆS-ar hópurinn.

16.10 Specialisterne á Íslandi, Bjarni Torfi Álfþórsson, forstöðumaður.

16.25   Pallborðsstjórnandi: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Þátttakendur fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins, Vinnumálstofnun og fulltrúar fatlaðs fólks.

MND árið 2013

MND Árið 2013-Bestu hátíðarkveðjur frá stjórn félagsins

Afmælisárið 2013 hefur verið viðburðarríkt. 20 ára afmæli MND félagsins var fagnað þann 20. febrúar með útgáfu afmælisrits og tónleikum á Grand Hótel. Glæsileg samkoma og mikið fjör. Þar söfnuðust peningar sem lögðu grunninn að nýrri heimasíðu félagsins sem við vinnum stöðugt að endurbótum á. www.mnd.is.

Á alþjóða MND deginum komum við saman á Ingólfstorgi í Reykjavík. Þar héldum við okkar árlega hjólastóla rallý. Þar var mikil keppni í öllum flokkum og glæsilegir sigurvegarar að venju. Sem reyndar voru allir sem þátt tóku. Á eftir voru að venju tónleikar með flottum tónlistarmönnum sem töfruðu fram ljúfa tóna af hreinni snilld.

Í ágúst var haldið í víking til Danmerkur þar sem 20 manna hópur frá okkur tók þátt í Norræna MND fundinum. Frábærir dagar, góð dagskrá og eðal aðstaða fyrir fatlaða. Það er óþarfi að nefna gestrisni Dana sem er rómuð af öllum og stóðst allar væntingar. Næsti fundur verður á Íslandi í komandi ágúst og undirbúningi miðar vel.

Í október héldum við á Hótel Selfoss með okkar árlegu slökunar og fræðsludaga. Mikið hlegið og hversdagnum gleymt um stund. Þetta verður örugglega endurtekið.

Þá kom desember með fund alþjóðasamtaka MND félaga í Mílanó á Ítalí. Við vorum óvenju mörg í tilefni afmælisársins. Þetta var að venju mikið puð en fræðandi og ánægjulegt í alla staði.

Við gátum aðstoðað félaga í neyð, stutt við fagfólk til námsferða auk kaupa á tækjum fyrir LSH. Þetta gátum við með aðstoð Íslendinga sem standa þétt við bakið á okkur.

Nú þegar 2014 gengur í garð látum við okkur hlakka til: fundar á Ísafirði í maí, Alþjóðadagsins í Júní, Norræna fundarins í ágúst, Selfoss í október svo eitthvað sé nefnt.

Við þökkum stuðninginn á undangengnum árum og vonandi getum við treyst á ykkur áfram á árinu 2014.

Muskelcraft

"Valur Höskuldsson, hirðskáld okkar MND félaga, svaraði nokkrum spurningum
eftir Norræna fundinn í Danmörku.

Smellið hér til að lesa umfjöllunina 

Fræðslu og slökunarferð

Hin árlega fræðslu og slökunarferð á Selfoss verður að þessu sinni 9.-12. október. MND veikir og makar þeirra fá frítt að venju. Aðrir eru velkomnir með en greiða kostnaðarverð. Endilega skráið ykkur sem allra fyrst og ekki seinna en 30. september á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Fyrstir koma fyrstir fá!!
Stjórn MND félagsins.

 

Innskráning meðlima

Styrkja

Banki: 0516

Höfuðbók: 05

Reikningur: 410900

Kennitala: 630293-3089