MND

Sími: (+354) 565-5727

Aðalfundur

Ágætu félagsmenn.

MND félagið á Íslandi, er aðildarfélag að Öryrkjabandalagi Íslands. Á síðasta aðalfundi ÖBÍ var ákveðið að hefja endurskoðun á skipulagi, uppbyggingu og aðild félagasamtaka að bandalaginu. Hluti af vinnunni við þá endurskoðun er að fá álit félagsmanna aðildarsamtakanna á starfsemi ÖBÍ, þar sem uppbygging og skipulag þarf ætíð að taka mið af og styðja við skilgreinda starfsemi.

Því óskum við nú eftir að félagsmenn taki þátt í könnun sem sett hefur verið upp í þessum tilgangi, en það tekur innan við fimm mínútur að svara spurningunum. Hægt er að taka þátt í könnuninni með því að ýta á þennan tengil: https://www.surveymonkey.com/s/Q5BNNSJ. Könnunin verður opin fyrir þátttöku til og með 25. ágúst nk.

Með þakklæti fyrir þátttökuna,

Fríða Bragadóttir
Formaður nefndar ÖBÍ um endurskoðun á skipulagi og uppbyggingu ÖBÍ

Alþjóðlegi MND dagurinn 22 Júní 2013

Frá kl. 14:00-18:00 á Ingólfstorgi.

Hjólastólarall í 3 flokkum hefst kl. 14:00, mætið tímanlega vegna

skráningar. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur sér um framkvæmdina.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

 

  1. Rafknúnir stólar. (sérútbúnir stólar fá sérstök verðlaun)
  2. Handstólar.
  3. Handstólar með aðstoðarmanni sem ýtir.

 

Allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku ásamt drykk. 3 fljótustu fá bikar

til eignar að auki. Verðum með handstóla á staðnum ef einhverjir vilja

reyna sig sem ekki nota þá. Það verður alvöru tímamæling gerð af

vönu rall mælingarfólki.

 

Þessi munu halda uppi fjöri eftir verðlaunaafhendingu með spili og

söng. Hreimur, Jónína Aradóttir og Rúnar þór. Við hvetjum alla til að

mæta og hvetja sitt fólk.

 

Upplýsingar gefa Guðjón í S. 823 7270 og Guðbrandur í S. 899 2165

Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur-MND félagið-Sjóvá-Ölgerðin-Marko Merki-Reykjavíkurborg.

 

Viðhengi:

Hjólastólarallý.pdf

Alþjóðlegur MND dagur 21. júní

Alþjóðlegur MND dagur 21. júní Hvað skiptir okkur máli?

“Það sem kemur mér mest á óvart í mannlegri tilveru er að maðurinn fórnar heilsu sinni til að eignast peninga. Svo fórnar hann peningum til að ná aftur heilsu sinni. Á sama tíma er hann svo spenntur fyrir framtíð sinni að hann nýtur ekki augnabliksins. Afleiðingin er sú að hann lifir hvorki í nútíð né framtíð. Hann lifir eins og hann muni aldrei deyja – og svo deyr hann án þess að hafa lifað” (Dalai Lama) Það er okkur öllum hollt að hafa þessi orð í huga alla daga alltaf. Þegar manneskja greinist með MND sjúkdóminn, sem engin lækning er ennþá til við, þá er oft sagt að viðkomandi hafi fengið dauða dóm.

Það er auðvitað mjög alvarlegt og mikið áfall fyrir einstaklinginn sem og fjölskyldu og vini. En þegar og ef rofar til í hausnum á manni þá áttar maður sig á að þetta er kannski dómur um að lifa og njóta. Lifa og njóta hvers augnabliks sem þér er gefið. Ég persónulega hef valið þá leið enda sá tími sem ég var upptekinn við að deyja alveg hundleiðinlegur tími. Til að þetta val um að lifa sé raunverulegt þurfum við öll á Íslandi að sameinast um það sem er mikilvægast, að skapa öllum jafnan aðgang að okkar frábæra landi. Jöfn tækifæri til að njóta þess sem landið gefur af sér til sjávar og sveita. Við verðum að fagna öllum “tegundum” fólks.

Mismunandi á litin, mismunandi trúuð eða ekki trúuð, grænmetisætum, hvalkjötsætum, fötluðum, börnum, öldruðum og svo framvegis. Það verður að skapa pláss fyrir mismunandi fólk. Skilning og samkennd. Njótum augnabliksins í dag og alla daga. Íslendingum þökkum við stuðninginn við okkar litla félag og vonandi gerum við gagn.

Kærleikskveðjur Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins

Ljóð sent okkur frá Kína

Valur Höskuldsson, ljóðskáld þýddi ljóðið á skáldlegum nótum.

Sameinaðir MND sjúklingar. Líkt og vorvindur hlýr, þú stendur okkur við hlið Líkt og glóheit sólin, þú vekur okkur hlýju í huga Líkt og brosandi engill, þú fyllir okkur von og styrk Þín góðvild og hjartahlýja hljómar í okkar huga Að gera hluti af góðvild, er styrkur í veikindum Ávallt reiðubúinn að hjálpa með gleði umhyggju Allir MND veikir sameinumst, og tökumst á við sjúkdóm illann. Við erum ein fjölskylda, og hönd í hönd við munum hafa sigur.

Innskráning meðlima

Styrkja

Banki: 0516

Höfuðbók: 05

Reikningur: 410900

Kennitala: 630293-3089