MND

Sími: (+354) 565-5727

Talmein hjá MND veikum

Auglsing mling 2015 forsa

Málþing um meðferð taugafræðilegra tjáskiptatruflana

Miðvikudagur, 18. March 2015 - 9:30

Fimmtudaginn 26. mars 2015 stendur Félag talmeinafræðinga á Íslandi fyrir málþingi um meðferð taugafræðilegra tjáskiptatruflana. Málþingið verður haldið kl. 13 - 16 í samkomusal Reykjalundar - Endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS. Allir sem hafa áhuga á málefninu eru velkomnir og aðgangur er ókeypis en við biðjum fólk að skrá sig með því að senda póst á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
 
Dagskrá:

Kl. 13:00  Setning málþings

Kl. 13:10  MND – veikir á Íslandi

                  Sigríður Magnúsdóttir, talmeinafræðingur Landspítala og dósent HÍ

Kl. 13:30  Taltog sem meðferð við málstoli

                  Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur Reykjalundi

Kl. 13:55  Einstaklingar með málstol: þjálfun viðmælenda    

                  Ingunn Högnadóttir, talmeinafræðingur Landspítala

Kl.14:20   Kaffihlé

Kl.14:40   Hópþjálfun Parkinsonssjúklinga  

                  Ólöf Guðrún Jónsdóttir talmeinafræðingur Reykjalundi

Kl.15:05   Þrautseigja –aldrei að gefast upp

                  Sigurður Jónsson

Kl.15:30   Pallborðsumræður – ræðumenn sitja fyrir svörum.
 
Kl. 16:00  Málþingi slitið

Aðgengi að lífinu

Aðgengi að lífinu 2014 lauk formlega föstudaginn 28. nóvember við hátíðlega athöfn í húsi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem forseti Íslands afhenti verðlaunin. Baráttan um efstu sætin var afar hörð en að lokum stóð Njarðvíkurskóli uppi sem sigurvegari og var Víkurskóli í 2. sæti og Grunnskólinn á Hólmavík í því þriðja. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt og jafnframt þökkum við þeim sem styrktu verkefnið kærlega fyrir þeirra stuðning og þátt í að bæta aðgengismál á Íslandi.

Hér er youtube rás verkefnisins þar sem finna má verðlaunaverkefnin 3:

https://www.youtube.com/channel/UCmdLe8caCE7h8JvS-V6CWXQ

Fundur MND félagsins á Ísafirði föstudaginn 9. maí 2014


Nú stefnum við á Ísafjörð og höldum okkar mánaðarlega fund þar í faðmi fjalla blárra.
Fyrir þá sem hafa hugsað sér að keyra og skoða í leiðinni þetta stórbrotna landslag sem Vestfirðirnir eru, þá eru þetta um 455 km og allt á bundnu slitlagi. Ekið er í Búðardal og þaðan í Króksfjarðarnes um Arnkötludal til Hólmavíkur. Þaðan liggur svo leiðin yfir Steingrímsfjarðarheiði og niður í Ísafjarðardjúp. Fallegir firðirnir eru svo þræddir og endað á Ísafirði sem stendur við Skutulsfjörð. Gist verður á Hótel Horni sem er nýtt hótel í miðbæ Ísafjarðar.
Á föstudagsmorgninum kl. 11:15 ætlum við að hittast í kirkjugarðinum að Réttarholti í botni Skutulsfjarðar og leggja blóm á leiði Rafns Jónssonar sem svo ötullega vann m.a. að stofnun MND félagsins ásamt eiginkonu sinni Friðgerði Guðmundsdóttur. Stutt athöfn og að henni lokinni höldum við á fundarstað og fáum okkur hádegisverð.
Fundurinn verður svo haldinn í Bryggjusalnum í menningarmiðstöðinni Edinborg þar sem gott aðgengi er fyrir fatlaða. Bæði hádegis- og kvöldverður á föstudeginum verður borðaður á veitingastaðnum Edinborg Bístró sem þar er til húsa.
Fundurinn hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00 og er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á og á meðan húsrúm leyfir.
Dagskrá fundarins lítur þá svona út með fyrirvara um breytingar.
- Gestir boðnir velkomnir
- Um MND félagið og kynni af því (Ingibjörg Sigr. Guðmundsdóttir)
- Orð frá maka
- Félagsþjónusta á svæðinu kynnir starf sitt
- Heimahjúkrun á svæðinu kynnir starf sitt
- K A F F I
- MND teymið (Ágústa Áróra Þórðardóttir, hjúkrunarfræðingur LSH)
- NPA og sjálfstætt líf (Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins)
- Ljóð (Valur Höskuldsson)
- Umræður og spurningar
- Fundarslit
Hátíðarkvöldverður verður svo fram borinn í menningarmiðstöðinni Edinborg á veitingastaðnum Edinborg Bístró. Þar ætlum við að eiga saman notalega kvöldstund.
Ef það eru sérstakar óskir um mat þá vinsamlegast takið það fram við skráningu á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða sendið upplýsingar á netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hlökkum til að fá ykkur vestur!
Nefndin

Aðalfundur MND félagsins vegna 2013

Aðalfundur MND félagsins vegna 2013

Haldinn laugardaginn 22. febrúar 2014

Fundarstaður: Hátún 10, 9.hæð kl. 14:00 (Vestur turninn)
Léttar veitingar.

1. Velkomin, fundarstjóri og fundarritari.
2. Fundargerð síðasta fundar lesin og borin upp til samþykktar.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Reikningar lagðir fram. Umræða og bornir upp til samþykktar.
5. Kosning 2 stjórnarmanna og formanns.
6. Kosning 2 skoðunarmanna reikninga.
7. Lagabreytingar. (Engar tillögur bárust)
8. Önnur mál.
             a. Ákveða þarf félagsgjaldið fyrir 2014-2015.

Innskráning meðlima

Styrkja

Banki: 0516

Höfuðbók: 05

Reikningur: 410900

Kennitala: 630293-3089