MND

Sími: (+354) 565-5727

Að veita umönnun þegar ástvinur er með MND

Að takast á við MND    

Fólk sem lifir með MND þarf stöðugt að horfast í augu við breytingar og leita síðan leiða til að takast á við þær. Sjúklingarnir jafn sem fjölskyldur þeirra og umönnunaraðilar finna fyrir þeim erfiðleikum sem felast í því að sjúkdómurinn fer ekki eftir fyrirfram ákveðnu mynstri, að ekki er hægt að sjá nákvæmlega fyrir um það hvernig sjúkdómurinn þróast áfram.

Nánar...

Fyrir og eftir greiningu

Eftirfarandi er frá MNDA (samtök MND félaga) í Englandi en þau geta stært sig af því að vera með fjölmennasta starfslið af öllum MND félögum í heiminum og hafa lengi lagt metnað sinn í það að sinna sjúklingum eins vel og hægt er.

Nánar...

Hvað er MND og ALS?

Motor neuron disease (MND) eða hreyfitaugungahrörnun, einkennist af minnkandi styrk vöðva og rýrnun þeirra. Það eru til nokkrar tegundir af MND. Ef aðeins efri hreyfitaugungar eru skaddaðir er það kallað ágeng hreyfitaugungahrörnun eða primary lateral sclerosis. Þegar neðri hreyfitaugungar einvörðungu eru skaddaðir er talað um vaxandi vöðvarýrnanir, spinal muscular atrophy eða progressive muscular atrophy.

Nánar...

Að segja börnum frá MND

Þessi bæklingur er um mikilvægi þess að tala við börn og deila með þeim upplýsingum og tilfinningum þegar einhver í fjölskyldunni hefur MND.

Sjúkdómur eins og MND hefur í för með sér miklar breytingar innan fjölskyldunnar og hann hefur áhrif á alla fjölskyldumeðlimi. Hver og einn hefur sínar áhyggjur og leynilegan ótta og stundum virðist auðveldasta leiðin vera sú að tala ekki um hvað sé að gerast. En mörg börn og ungt fólk sem hefur reynslu af því að eiga foreldri eða annan innan fjölskyldunnar með MND, segja seinna að þau vildu að þau hefðu verið meiri þátttakendur í umræðunni á þeim tíma, að þau hefðu átt kost á því að ræða við einhvern og að þau hefðu getað fengið meiri upplýsingar.

Nánar...

Home Fræðsluefni

Innskráning meðlima

Styrkja

Banki: 0516

Höfuðbók: 05

Reikningur: 410900

Kennitala: 630293-3089