MND

Sími: (+354) 565-5727

Úr bæklingi fyrir börn

Þú ert sjálfsagt að lesa þetta vegna þess að mamma þín eða pabbi eða einhver annar nákominn hefur Hreyfitaugungasjúkdóm. Það er langt nafn en í daglegu tali köllum við hann MND.

Það eru ekki margir sem fá þennan sjúkdóm og sumt fullorðið fólk sem þú talar við hefur aldrei heyrt um hann eða veit lítið um hann.

Þessi bæklingur leitast við að svara einhverjum þeirra spurninga sem þú gætir haft um MND, þar á meðal: Hvað er MND? Hvaða líkamshlutar verða fyrir sjúkdómnum? Hvað veldur honum? Mun ég fá hann? Batnar fólki með MND? Þá er aðeins rætt um tilfinningar sem þú finnur fyrir vegna MND og um hvað er að gerast.

Nánar...

Vinnutækni við umönnun

Þrátt fyrir alla tækni og þróun hjálpartækja undanfarna áratugi, þá er það nú svo að þeir sem sinna umönnun eru sjálfir mikilvægasta hjálpartækið í daglegri umönnun. Það þarf að stjórna flestum hjálpartækjum og koma þeim fyrir á réttum stöðum fyrir notandann. Þar að auki þarf umönnunaraðilinn oftast að nota líkamlega krafta sína við umönnunina að einhverju leyti þó að fullkomnustu tæki séu fyrir hendi. Þá getum við einnig sagt að umönnunaraðilinn sjái skjólstæðingi sínum fyrir umhyggju, stuðningi og því sem venjulega flokkast undir mannleg samskipti (sem eru nauðsynleg til að fólki líði vel). Til þess að geta sinnt þessu öllu verður umönnunaraðilinn að huga að líkamlegri og andlegri vellíðan sinni.

Nánar...

Home Fræðsluefni

Innskráning meðlima

Styrkja

Banki: 0516

Höfuðbók: 05

Reikningur: 410900

Kennitala: 630293-3089