MND

Sími: (+354) 565-5727

Heimsókn til læknisins

Hvernig á að tala við lækninn

Verður þér einhverntímann orðavant á skrifstofu læknisins? Gleymir þú öllum spurningunum sem þú ætlaðir að spyrja hann? Og manst þær þegar þú kemur heim?

Nánar...

Líf mitt sem aðstandandi

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa nýverið gefið út bækling fyrir umönnunaraðila/aðstandendur sem heitir "Líf mitt sem aðstandandi". Heilbrigðisyfirvöld þar vilja að aðstandendur séu meira inni í málum sjúklinga. Þeir vilja í því samhengi að starfsfólk í heilbrigðisgeiranum sé sveigjanlegt og að það túlki lögin um þagnarskyldu í víðara samhengi en hingað til, þannig að það geti rætt frjálslegar við alla þá aðila sem standa að sjúklingnum, þ.m.t. aðstandendur.

Nánar...

Síðasta fjallgangan

Það mun hafa verið sumarið 1999 sem ég vann mitt síðasta stórafrek á sviði útivistar. Um tíuleytið þennan fagra sumarmorgunn mætti ég ásamt fleira fólki þar sem heitir Hrafnkelsstaðabotnar, rétt fyrir utan þorpið í Grundarfirði. Þetta hafði verið auglýst sem fjögurra tíma ferð með leiðsögumanni fyrir alla aldurshópa.

Nánar...

Boðorð sjúklinga

Spánverjar sendu okkur eftirfarandi sem þeir kalla "boðorð sjúklinga". Samtök þeirra kalla þeir ADELA og eru þau staðsett í Valencia. Við þökkum þeim fyrir og vonum að íslenskir MND sjúklingar geti notfært sér þetta þó að sumt sé hægara sagt en gert.

Nánar...

Innskráning meðlima

Styrkja

Banki: 0516

Höfuðbók: 05

Reikningur: 410900

Kennitala: 630293-3089