MND

Sími: (+354) 565-5727

Ráðgjafaþjónustan

Árið 1996 var lagt af stað með tilraunaverkefni á vegum félagsmálaráðuneytisins í Danmörku, sem gekk út á það að bæta þjónustu við MND sjúklinga þar í landi. Kallaðist verkefnið "Konsulentordningen" eða ráðgjafarþjónusta. Aðalmarkmið verkefnisins var að samþætta þjónustutilboð sem sjúkrahús og sveitarfélögin veita sjúklingnum og aðstandendum hans, ásamt því að tryggja sem bestu nýtingu á þeim úrræðum sem eru til staðar. Árangur þessa verkefnis er m.a. teymisvinna á sjúkrahúsunum sem léttir sjúklingnum sjúkdómsgönguna. Það var Muskelsvindfonden sem fékk það hlutverk að útfæra verkefnið og leiða vinnuna en Muskelsvindfonden eru regnhlífarsamtök þeirra sem eru með taugahrörnunarsjúkdóma.

Nánar...

Samtök umönnunaraðila

Í Skotlandi og kannski víðar, hafa verið stofnuð samtök þeirra sem sjá um sjúka, fatlaða og aldraða. Þeir sem vinna hjá samtökunum segja að með tilkomu samtakanna fyrir tíu árum hafi tilvera umönnunaraðila breyst til hins betra. Áður hafi þeir ekki haft skilnings samfélagsins á því mikilvæga hlutverki sem þeir gegna, þeir hafi ekki átt neinn rétt og enga sameiginlega rödd sem gat talað máli þeirra.

Nánar...

Skyldi vera betra á himnum en hér?

Grein eftir Birger Bergmann Jeppesen. Höfundurinn er danskur og er með MND.

Nánar...

Um vingjarnlegheit

Eins og kom fram í síðasta tölublaði MND blaðsins þá virðist fólk með MND vera, með fáum undantekningum, öðru fólki vingjarnlegra. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Wilbourns og Mitsumoto sem eru sérfræðingar um MND sjúkdóminn á Cleveland meðferðarstöðinni í Cleveland, Ohio. Ennfremur segir þar: "ólíkt öðrum taugasjúkdómum, þar sem fólk með þá sjúkdóma dreifist jafnt á skalann, sem nær frá "mjög viðkunnanlegur" að "verulega óþægilegur", þá lenda nær allir með MND á viðkunnanlega endanum. Þeir sem hafa unnið með fólki með MND sem lengst segja að þessi niðurstaða komi þeim ekki á óvart."

Nánar...

Innskráning meðlima

Styrkja

Banki: 0516

Höfuðbók: 05

Reikningur: 410900

Kennitala: 630293-3089