MND

Sími: (+354) 565-5727

Jafningjafræðsla

Að læra frá fólki sem er í sömu stöðu og maður sjálfur, er örugglega besta leiðin til að læra. Það hefur verið mín reynsla í gegnum veikindin.

Nánar...

Lognið (ferðasaga)

Spegillsléttur er fjörðurinn og sólin skín glatt og tveir menn eru að landa fiski úr trillu í höfninni og lognið er svo mikið að allir fánar á stöngum í bænum vefja sig sem fastast utan um flagstanginar og Kirkjufellið svo virðulegt baðað sólskini kinkar kolli til okkar vingjarnlega og bíður okkur velkomin til Grundarfjarðar er við á tveimur bílum ökum hægt inn í bæinn á leið á MND fund í Fellaskjóli og klukkan er þá nákvæmlega 13:48.

Nánar...

Stuðningsfundurinn góði

Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði höldum við í MND félaginu fund sem kallaður er Stuðningsfundur en gæti þess vegna allt eins verið kallaður fjölskylduboð , kaffiboð með veitingum , ættarmót , ferðaklúbbur , fræðslufundir , félagsfundur , fundur ættingja sjúklinga , sjúklingafundur og fundirnir þar sem Valur les alltaf ljóð á . Og rúmast þetta allt vel undir þessu heiti Stuðningsfundur MND félagsins . Því allt þetta er rétt og satt t.d létum við MND sjúklingar rekja ættir okkar og komust að því að við erum öll skyld í 7 ættlið og hef ég þegar upplýst Frænda minn hann Guðjón formann MND félagsins um þessi ættartengsl . Stundum fáum við líka góða og fróða gesti í heimsókn er segja okkur ýmislegt gagnlegt bæði leikna og lærða , og hafa okkar lærðu gestir t.d læknanemar haft það á orði þetta væru eftirminnilegir fundir og hafi þeir sjaldan komið á fundi áður þar sem allir sjúklinganir væru jafnvel heima í læknavísindum um sín veikindi , enn að samt sé þetta létt yfirbragð á fundunum og oftast stutt í grín líka þó umræðuefnin geti verið grafalvarleg . Þannig að þetta er í raun alltaf fjölskyldu-kaffiveitingaboð-ættar-fræðslu-félags-stuðnings-ferðaklúbbur-sjúklinga þar sem Valur les alltaf eitt ljóð á . Og við er einu sinni höfum mætt á svona fund getum aldrei sleppt því eftir það , því þeir eru alveg einstök upplifun . Allir sjúklingar með MND og velunnarar , ættingjar og vinir eru alltaf hjartalega velkomnir á stuðningsfundinna okkar . kl 19:00 á fyrsta fimmtudegi hvers mánaðar í Hátúni 10b  upp á 9 hæð .

Valur Höskuldsson
Upprunalega skrifað 27.6.2006 -

Valur segir ferðasögu Danmerkurfara

Eftirår i Musholm Bugt.  Ferðasaga  MND sjúklinga til Danmerkur 18 - 23 september 2005.   

Nánar...

Innskráning meðlima

Styrkja

Banki: 0516

Höfuðbók: 05

Reikningur: 410900

Kennitala: 630293-3089