MND

Sími: (+354) 565-5727

Unaðsstund með ástinni

Helgarnámskeið fyrir hjón og sambúðarfólk

15. október til 17. október 2009

 

Markmiðið með námskeiðinu er að styrkja samband para og efla það sem gengur vel.  Fjallað er um ýmis viðfangsefni hjónabandsins.  Heilablóðfall getur haft mikil áhrif á samskipti para og fjölskyldunnar.  Bent er á leiðir til að takast á við breytingar með jákvæðum hætti.  

Á dagskrá námskeiðisins er fræðsla, umræður og verkefni.  Fjöldi þátttakenda eru sex pör.

Námskeiðið er haldið frá fimmtudegi (seinnipartinn) til laugardags á hóteli úti á landsbyggðinni, en auglýst verður síðar hvenær það ferð fram.  Endilega hafið samband ef áhugi er fyrir hendi, með skráningu á netfangið   This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..">This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráið ykkur sem fyrst.

              

Frekari upplýsingar veita leiðbeinendurnir:

Sigríður Anna Einarsdóttir, gsm: 861 5407 og Margrét Sigurðardóttir, gsm: 897 0923,

báðar félagsráðgjafar og með sérmenntun í hjóna- og fjölskylduráðgjöf.

magretsigr

 

Hér er umsögn þátttakanda:

"Í bland við fræðslu voru umræður sem gerði fræðsluna lifandi og styrkjandi. Það er oft mikill léttir að vita að það eru fleiri að ganga í gegnum og upplifa nákvæmlega það sama og maður sjálfur.  Þegar á heildina litið var þetta afar góð helgi, þar sem ég átti yndislegan tíma með maka mínum. Margt sem kom fram vakti mig til umhugunar og er nauðsynlegt að hafa í farteskinu alla ævi."

Upprunalega skrifað 5.7.2009 -

Home Fræðsluefni Unaðsstund með ástinni

Innskráning meðlima

Styrkja

Banki: 0516

Höfuðbók: 05

Reikningur: 410900

Kennitala: 630293-3089