Skip to main content
Fréttir

Samstarf við Samskiptastöðina

By 4. nóvember 2023No Comments

MND á Íslandi og Samskiptastöðin taka upp samstarf!

Til að mæta hinu mikla andlega álagi sem fylgir því að greinast með alvarlegan sjúkdóm eins og MND höfum við samið við Samskiptastöðina um að sinna okkar félagsmönnum eins og best verður. Rétt á þessari þjónustu eiga þau sem greind eru með MND, makar (sambýlingar) þeirra og börn viðkomandi. Félagsmenn MND á Íslandi.

Samskiptastöðin mun einnig halda utan um hópastarf á okkar vegum.
Reglulegir aðstandenda fundir verða haldnir og er okkar fyrsti fundur í Sigtúni 42 þann 8. nóvember frá kl. 18-19:00. Vonum við að með þessu getum við fjölgað úrræðum fyrir okkar félaga í slagnum við að halda andlegri heilsu.
Til að panta tíma þá er best að tala við Sólveigu hjúkrunarfræðing MND teymisins eða að hafa samband við Samskiptastöðina beint: iris@samskiptastodin.is.
Svo er félagið tilbúið að greiða götur allra. Hafið samband með tölvupósti í mnd@mnd.is eða maria@mnd.is.