Skip to main content

Ábending vegna aðgengismála

Sum sveitarfélög hafa ábendingarsíðu sem þið fyllið út samkvæmt leiðbeiningum hvers og eins. Önnur gefa bara upp póstfang til að senda ábendingu inn. Gott er að merkja póstinn vel. Til dæmis: Ábending til Aðgengisfulltrúa í heitið (subject). Þar undir komi lýsing á því sem betur má fara. Best er að láta mynd fylgja ásamt staðsetningu þess sem má laga. Gangi okkur öllum vel við að bæta aðgengi allra. Það eru mannréttindi að komast um allsstaðar.

Sláðu inn póstnúmer til að senda ábendingu á viðkomandi aðgengisfulltrúa.

*Það er á ábyrgð hvers sveitarfélags að svara ábendingum og að póstfang sé virkt.