Skip to main content
Fréttir

Mánaðarlegir fundir fyrir aðstandendur

By 1. nóvember 2023No Comments

Nú verða fundir fyrir aðstandendur mánaðarlega.

Hver fundur verður auglýstur hér undir „viðburðir“.

Íris Eik Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur sér um aðstandendafundi.

Markmið fundanna er að veita aðstandendum skýrari sýn á þá flóknu stöðu sem fylgir því að eiga einhvern að sem glímir við MND sjúkdóminn. Farið er í það hjálparleysi sem algengt er að aðstandendur upplifa samhliða veikindum. Kenndar eru hjálplegar leiðir til stuðnings og bjargráð fyrir aðstandendur.

Það að taka þátt í hópi sem þessum gefur aðstandendum tækifæri til þess að ræða stöðu sína við jafningja samhliða því að fá fræðslu og stuðning fagfólks.