
Aðstandendafundur
10. mars @ 18:00 - 19:00

Helena Unnarsdóttir félagsráðgjafi sér um fundina og verður hún á þessum fundi með stutt erindi ,,Fjölskyldan og langvinnir sjúkdómar” og svo eru umræður í kjölfarið.
Um Helenu:
Helena útskrifaðist úr félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands vorið 2004 og lauk MSW í félagsráðgjöf frá sama skóla árið 2010. Hún hefur frá árinu 2004 starfað við félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaga. Frá 2011-2024 starfaði hún hjá Fjölskyldu- og barnamálasviði Hafnarfjarðar, þar af sem deildarstjóri barnaverndar síðustu 5 árin. Hún útskrifaðist sem PMTO meðferðaraðili haustið 2015 og hefur sinnt foreldraráðgjöf,námskeiðum og handleiðslu á því sviði undanfarin ár meðfram vinnu.
Frá sl. hausti hefur hún starfað sjálfstætt að félagsráðgjöf, námskeiðahaldi og handleiðslu, m.a. í gegnum Samskiptastöðina og Reykjavíkurborg. Hún er einn dag í viku með ráðgjöf hjá MS félagi Íslands fyrir fólk með MS og aðstandendur þeirra, og heldur utan um stuðningshópa fyrir nýgreinda og aðstandendur.
Markmið fundanna er að veita aðstandendum skýrari sýn á þá flóknu stöðu sem fylgir því að eiga einhvern að sem glímir við MND sjúkdóminn. Farið er í það hjálparleysi sem algengt er að aðstandendur upplifa samhliða veikindum. Kenndar eru hjálplegar leiðir til stuðnings og bjargráð fyrir aðstandendur.