Þessi hópur er fyrir aðstandendur og umönnunaraðila fólks með MND.
MND hefur verið kallaður fjölskyldusjúkdómur þar sem hann hefur óneitanlega gríðarleg áhrif á líf allra sem búa á heimili viðkomandi og/eða eru nátengdir.
Aðstandendur eru ekki afmarkaður hópur. Þetta eru makar, börn, tengdabörn, barnabörn, systkin og þeirra fjölskyldur, vinir, vinnufélagar, nágrannar osfrv.
Öll eigum við það sameiginlegt að vilja hjálpa og gera líf þess með MND eins bærilegt og hægt er. Á vegferð okkar söfnum við reynslu og þekkingu. Í hóp sem þessum getum við því miðlað henni og vonandi veitt hvort öðru stuðning.
Vinsamlegast nýtið hópinn eingöngu til þess en ekki til að auglýsa vörur eða þjónustu. Sýnum ávallt virðingu í samskiptum.
Áhugasamir geta skráð sig HÉR