
MND félagið hélt sinn fræðslu og félagsfund 6. september 2018 á Sauðárkróki. Við hittums í Húsi Frítímans, Sæmundargötu 7b á Sauðárkróki. Að lokinni fræðslu og samtali þar fórum við að heimsækja heiðurshjónin í Stóragerði og skoða glæsilegt samgöngumynjasafn þeirra. Ásamt því að njóta þeirra rómuðu veitinga.
Dagskráin:
12:00-13:00 Hádegisverður. Matur fyrir þá sem sækja fundinn.
13:00-14:30 Blönduð fræðsla. Félagið, teymið, NPA starfsmenn og fleira.
14:30-16:00 Spjall og farið að Stóragerði.
16:00-18:00 Sýning, kaffi og samvera.
Myndir frá deginum má sjá hér