Skip to main content
Fréttir

Jafningjafræðsla

By 1. júlí 2013No Comments

Að læra frá fólki sem er í sömu stöðu og maður sjálfur, er örugglega besta leiðin til að læra. Það hefur verið mín reynsla í gegnum veikindin.

 

Maggý og Dóri hafa hjálpað okkur mest í slagnum við kerfið. Þó þau séu nefnd eru þau ein af öllum MND veikum sem maður hefur hitt og lærir eitthvað af hverjum og einum. Brot hér og brot þar. Þetta sparar manni óendanlegt erfiði við að reyna eitthvað sem aðrir hafa full reynt. Það að hjálpa hvert öðru er jafnfætis sérfræði hjálpinni sem við fáum hjá MND teyminu. Eða eins og Valur geislaskáld segir, við erum sérfræðingar í MND og ættum þessvegna að fá hærri greiðslur frá ríkinu 🙂 Í alvöru talað þá er ótrúlega gefandi að koma saman bæði þau sem hafa MND og ekki síður aðstandendur. Ég skora á alla sem ekki hafa prófað að koma á fund hjá okkur, þá missir fólk helst ekki af fundi eftir það.

GS
30.8.2006 –