Skip to main content
Fréttir

TR er með falda þjónustu, kannski margar?

By 16. október 2018No Comments

Sérþjónusta Tryggingastofnunar fyrir fólk með ólæknandi og lífsógnandi sjúkdóma

Tryggingastofnun býður þeim sem glíma við ólæknandi og lífsógnandi sjúkdóma aðstoð sérhæfðs þjónusturáðgjafa.

Enn sem er takmarkast þjónustan við krabbameinssjúklinga og MND sjúklinga.

Þjónustan felst í viðtali við sérþjálfaðan ráðgjafa. Í viðtalinu er unnið út frá  persónulegum þörfum hvers og eins og farið yfir kerfið í heild, þ.e. þjónustu og fjárhagsstuðning ríkis og sveitarfélaga, félög og samtök sem bjóða stuðning og þjónustu, sjálfstætt starfandi sérfræðinga og fyrirtæki sem gott er að vita af.

Flestir sem nýta sér þjónustuna hitta ráðgjafann einu sinni og fá þá kynningu og leiðsögn um kerfið. Aðrir hafa komið nokkrum sinnum og þegið frekari aðstoð.

Hugmyndin er byggð á meistaraverkefni Kristínar Sólveigar frá 2007, „Remember that I am Still Alive“. Living with Incurable, Life-Threatening Disease and Positive and Negative Influences on Perceived Quality of Life, A Penomenological Study,sem hún vann með sjúklingum með ólæknandi, lífsógnandi sjúkdóma. Niðurstöðurnar benda til að fólki í þessari stöðu finnist erfitt að leita réttar síns í völundarhúsi hins opinbera kerfis, hafi þungbærar fjárhagsáhyggjur og gangi illa að láta enda ná saman á bótum. Þannig fari dýrmætur tími og orka í glímu við kerfið. 

Hægt er að nálgast þessa þjónustu eftir nokkrum leiðum. 

  • Sjúklingar eða aðstandendur þeirra geta snúið sér beint til þjónustumiðstöðvar Tryggingastofnunar á Laugavegi 114, sími 5604400, netfang tr@tr.is
  • Læknar sem skrifa grunnvottorð fyrir sjúklinga með ólæknandi, lífsógnandi sjúkdóm geta hakað við ósk um sérstaka ráðgjöf hjá Tryggingastofnun (reitur 13 á grunnvottorði).

Allir sem sinna sjúklingum með krabbamein og MND er velkomið að vekja athygli þeirra á verkefninu og aðstoða þá við að komast í samband við þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar.