LÖG MND Á ÍSLANDI
Samþykkt á aðalfundi 15. Apríl 2023
1.gr.
Félagið heitir MND á Íslandi fta. (MND ICELAND). Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Stofnað 20. febrúar 1993. Félagið starfar samkvæmt lögum nr. 110/2021 um félög til almannaheilla.
- gr.
Hlutverk félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MND hreyfitaugahrörnun, eða öðrum vöðva og taugasjúkdómum með sömu eða svipaðar afleiðingar. Einnig fjölskyldum þeirra og fagfólki sem vinnur að málefnum þessa hóps. Rekstur félagsins er rekinn með félagsgjöldum og frjálsum framlögum og styrkjum velviljaðs fólks, fyrirtækja og stofnana. Stjórn félagsins tekur ákvörðun um ráðstöfun fjármuna og framkvæmdastjóri í umboði hennar.
- gr.
Félagið er opið öllum sem hafa áhuga á hlutverki þess og vinna að því. Við styrkjum einstaklinga, fagfólk til að afla sér þekkingar á MND og kaupum búnað fyrir þá sem hýsa okkar fólk.
- gr.
Félagsaðild er tryggð með greiðslu árgjalds félagsins.
- gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.
- gr.
Aðalfund skal halda innan sex mánaða frá lokum reikningsárs ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Auglýsing á heimasíðu félagsins og samfélagsmiðlum telst með sannanlegum hætti. Greiðslur félagsgjalda koma í heimabanka félagsmanna. Til almennra félagsfunda skal boða með sama hætti og aðalfundar. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalds
- Kosning formanns
- Kosning stjórnar
- Kosning endurskoðanda, skoðunarmanna eða trúnaðarmanna
- Önnur mál
7.gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 5 einstaklingum, formanni og 4 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til tveggja ára í senn. Einnig skal kjósa 2 varamenn. Formaður skal kosinn sérstaklega til eins árs, en tvo stjórnarmenn skal kjósa í senn til tveggja ára, ár hvert. Varamenn eru kjörnir til eins árs í senn. Stjórn félagsins er: Formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. Stjórnin skiptir með sér verkum á sínum fyrsta fundi. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til stjórnarfundar með tryggilegum hætti og eins dags fyrirvara ef hægt er. Formanni er skylt að boða til stjórnarfundar ef tveir stjórnarmenn krefjast þess. Stjórnarfundur er ályktunarfær, ef þrír stjórnarmenn sækja fund hið fæsta. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Gerðir stjórnar skulu færðar til bókar. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar. Prókúra er hjá formanni og framkvæmdastjóra og eða hjá þeim sem stjórnin ákveður.
8.gr.
Á aðalfundi skal kjósa einn eða fleiri endurskoðendur, endurskoðunarfyrirtæki, skoðunarmenn eða trúnaðarmenn úr hópi félagsmanna ásamt varamönnum þeirra. Skulu þeir rannsaka reikninga félagsins fyrir hver starfsár og leggja niðurstöður sínar fyrir aðalfund. Endurskoðendur eða skoðunarmenn má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna, félagsmanna eða starfsmanna félagsins. Trúnaðarmenn sem kosnir eru úr hópi félagsmanna mega ekki sitja í stjórn félagsins eða gegna stjórnunarstörfum fyrir það. Lögum félagsins er aðeins hægt að breyta á aðalfundi. Í fundarboði skal þess getið sérstaklega að tillaga til lagabreytinga verði á dagskrá fundarins og skal efni hennar lýst. Til þess að lagabreytingartillaga nái fram að ganga þurfa 3/4 fundarmanna að samþykkja hana.
9.gr.
Reikningsár er almanaksárið. Stjórnin skal hafa lokið gerð ársreikninga og lagt fyrir endurskoðanda, skoðunarmann eða trúnaðarmann eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund
10.gr.
Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi. Félagsmenn bera ekki persónulega ábyrgð á skuldum eða öðrum skuldbindingum félagsins nema með félagsgjaldi sínu.
- gr.
Nú kemur fram tillaga um slit á félaginu og skal hún sæta sömu meðferð og tillaga til lagabreytingar sbr. 8.gr. Verði félagið lagt niður skulu eignir þess renna til sambærilegs félags að vali fundarins.
12.gr.
Þar sem ákvæði þessa samþykkta segja ekki til um hvernig með skuli farið skal hlíta ákvæðum laga nr. 110/2021 um félög til almannaheilla, svo og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.
Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi 15. Apríl 2023