Við vorum beðin um að hvetja okkar félagsfólk til að taka þátt í þessari könnun og gefum við Stefáni og Rósu hjá ÖBÍ orðið:
„Ágæti viðtakandi
ÖBí réttindasamtök eru þátttakendur í Máltækniáætlun stjórnvalda, í verkefni sem snýr að kortlagningu á þörfum fatlaðra notenda.
Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að stafræn þróun er í hámæli þessi misseri og að okkar hópar eiga það til að verða undir í þessari byltingu. Allt of oft verða óaðgengilegar lausnir fyrir valinu eða gerðar eru óréttmætar kröfur til kunnáttu og færni notenda. Það stendur til að vinda ofan af þessari þróun, en lykilatriði í því er að safna þekkingu um það hvernig okkar hópar nota eða ekki nota máltæknilausnir.
Í því samhengi erum við ásamt stjórnvöldum og Sjá ehf. að vinna þarfagreiningu. Hún hefur farið fram með viðtölum og og samtölum við fólk frá ýmsum aðildarfélögum ÖBÍ og nú stendur til að framkvæma netkönnun.
Það er okkur óhemju dýrmætt að sem flestir taki þátt í þessri könnun. Við erum algjörlega háð gögnum í þeim samtölum sem við eigum við stjórnvöld um hönnun og þróun stafrænna lausna og þau gögn eru einfaldlega ekki til í dag.
Við viljum því hvetja ykkur eindregið til þess að taka þátt í þessari könnun og dreifa henni meðal ykkar félagsmanna. Þessi könnun er ekki eingöngu fyrir þá hópa sem eiga í vandræðum með stafræn viðmót. Það er okkur einnig mikilvægt að fá fram það sem virkar og það sem hefur gefið góða raun. Við viljum einfaldlega að sem flestir taki þátt.
Við hvetjum ykkur til þess að dreifa þessari könnun meðal ykkar félagsmanna, gegnum tölvupóst eða fréttabréf – svo sem flestir hafi tækifæri til þess að taka þátt.
Hér er tengill á könnunina: https://www.surveymonkey.com/r/obi-maltaekni
Ef einhverjar spurnignar vakna þá er ykkur valkomið að hafa samband við okkur.
Með góðri kveðju
Stefán og Rósa (rosa@obi.is)“