Skip to main content
Fréttir

Aðalfundur ÖBÍ 2018

By 8. október 2018No Comments

Við áttum 3 fulltrúa á aðalfundi ÖBÍ þetta árið. Steinunni Björnsdóttur, Ægir Lúðvíksson og Guðjón Sigurðsson. Ekki vantaði að umgjörðin var góð, aðstaða og veitingar. Þó verð ég að segja að aldrei leiðist mér eins á fundum eins og tveggja daga aðalfundum ÖBÍ. Mikið talað, mikið upplýst en lítið sem gerist. Eina tillagan sem við áttum hlut í, tillaga um að ÖBÍ tæki að sér aðgengiseftirlit á landinu öllu var „svæfð“ eða send til stjórnar að tillögu tveggja aðila í stjórn ÖBÍ, bæði í hjólastólum, þ.e. formanns og gjaldkera bandalagsins. Það olli mér miklum vonbrigðum að þessi tvö af öllum hefðu ekki kjark til að taka á málinu. Vona þó að þetta verði til að hreyfing komist á málið.

Að venju fór langur tími í að rífast um orðalag ályktana aðalfundar, sem ég veit þó ekki til að hingað til hafi skilað nokkrum einasta árangri í baráttu fyrir mannréttindum á Íslandi.

Hér eru tenglar á fréttir af aðalfundi www.obi.is þar sem má lesa allt um fundinn og sjá myndir.

Guðjón Sigurðsson, formaður skrifar fréttina.