Skip to main content
Fréttir

Aldarfjórðungur

By 30. ágúst 2018No Comments

Félag MND sjúklinga var stofnað 20. febrúar 1993.

Það voru nokkrir sjúklingar sem stóðu að stofnun félagsins, þau Sigríður Eyjólfsdóttir, Jóna Alla Axelsdóttir og Rafn Jónsson.

Fyrsti formaður félagsins var Rafn Jónsson. Framkvæmdastjórinn var Friðgerður Guðmundsdóttir, eiginkona Rafns, og á MND félagið tilvist sína að þakka hennar kraftmikla starfi við reksturinn. Útgáfu og þýðingar á efni sem hvergi var aðgengilegt nema fyrir tilstilli hennar. Takk Dedda.

MND félagið á Íslandi er síungt. Félagsmenn koma og þeir hverfa á braut allt of fljótt svo hefjast verður handa á ný ár eftir ár. En þá byggjum við á reynslu þeirra sem gengu veginn á undan okkur hinum. Innan félagsins hefur orðið til mikil reynsla sem ber að varðveita og hlúa að.

Markmið okkar er að leggja félagið niður og stofna kaffiklúbb fyrrverandi MND félaga. En, alltaf eitthvað en, þangað til þá munum við slást eins og ljón fyrir mannréttindum okkar félaga og allra sem minna mega sín, styðja við rannsóknir til að finna lækninguna, ásamt því að huga að velferð MND veikra og fjölskyldna þeirra. Það getum við ekki ein en höfum hingað til notið velvilja Íslendinga og munum áfram óska eftir þeim stuðningi.

Til hamingju með afmælisárið.

Fh. stjórnar

Guðjón Sigurðsson

Formaður MND félagsins á Íslandi