Skip to main content
Fréttir

Barátta í áratugi

By 31. ágúst 2018No Comments

Í aldarfjórðung við áfram höfum barist

við yfirvöld um lágmarks mannréttindi,

enginn getur vágestinum varist

við erum líkt og blóm í nöprum vindi.

 

Vágesturinn kröftum okkar eyðir

hann æðir gegnum líkama og sál,

áður voru vegir flestra greiðir

nú varnað sumum jafnvel er um mál.

 

Margir kveðja alltof alltof fljótt

í áratugi sumir mega líða,

með M N D er engum manni rótt

við ætlum þó ekki að sitja hljóð og bíða.

 

Upp við gefumst ekki það má sjá

að árangri með samheldni við finnum,

svo líður að því, við lækning munum fá

þá ljóma gleði bros og tár á kinnum.

 

Félagið við fellum niður þá

á fínum pöbbum samverunnar njótum,

en beittur húmor og glettnin okkar grá

gleymist ekki þó lækningu við hljótum.

 

Baráttukveðjur Guðríður