Skip to main content
Fréttir

Boðorð sjúklinga

By 1. júlí 2013No Comments

Spánverjar sendu okkur eftirfarandi sem þeir kalla „boðorð sjúklinga“. Samtök þeirra kalla þeir ADELA og eru þau staðsett í Valencia. Við þökkum þeim fyrir og vonum að íslenskir MND sjúklingar geti notfært sér þetta þó að sumt sé hægara sagt en gert.

 

  • Reyndu aldrei að gera eitthvað sem þú veist að þú getur ekki, leyfðu ekki heldur öðrum að gera eitthvað fyrir þig sem þú veist að þú getur gert sjálfur.
  • Aðlagaðu umhverfið að ástandi þínu með því að nota þau hjálpartæki sem þú getur komist yfir, hjálpartæki sem geta bætt upp skemmda vöðva.
  • Vertu í sambandi við þá sem svipað er ástatt um, á þann hátt eykst kjarkur þinn.
  • Veldu þér viðfangsefni þar sem möguleikar þínir minnka ekki þrátt fyrir sjúkdóminn. Haltu líkamlegri virkni í hámarki án þess þó að þreyta þig.
  • Finndu leið til þess að vera gagnlegur öllum í kringum þig. Samvinna minnkar álagið.
  • Leyfðu ekki þunglyndi, deyfð eða áhugaleysi að ná tökum á þér. ?að leiðir ekki til góðs heldur getur ástand þitt versnað.
  • Notaðu ímyndunaraflið sem verkfæri til þess að forða þér frá þeirri einangrun sem MND getur valdið.
  • Ekki finnast þér þú vera óæðri þó að þú sért öðruvísi, stattu á rétti þínum til að vera hamingjusamur einstaklingur.
  • Leitaðu hjá sjálfum þér að þeim styrk sem þú þarft til þess að geta haldið áfram og þú kemst að því að MND getur ekki haft áhrif á það besta í þér ef þú vilt ekki að hann geri það.
  • Misstu aldrei vonina. Enginn hefur enn fundið lækningu en einhvern tímann mun einhver gera það, kannski fyrir þig?

Upprunalega skrifað 31.8.2003 –