Skip to main content
Fréttir

Líf mitt sem aðstandandi

By 1. júlí 2013No Comments

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa nýverið gefið út bækling fyrir umönnunaraðila/aðstandendur sem heitir „Líf mitt sem aðstandandi“. Heilbrigðisyfirvöld þar vilja að aðstandendur séu meira inni í málum sjúklinga. Þeir vilja í því samhengi að starfsfólk í heilbrigðisgeiranum sé sveigjanlegt og að það túlki lögin um þagnarskyldu í víðara samhengi en hingað til, þannig að það geti rætt frjálslegar við alla þá aðila sem standa að sjúklingnum, þ.m.t. aðstandendur.

 

Við látum hér fylgja með 10 góð ráð til umönnunaraðila úr þessum áðurnefnda bæklingi:

  • Ekki finnast þér þú vera að trufla þó að þú viljir fá svör við spurningum eða þegar þú vilt láta fara í gegnum upplýsingar sem þú hefur þegar fengið.
  • Aflaðu þér upplýsinga um sjúkdóminn, meðferðina og aukaverkanir, það minnkar óttann. Því meira sem maður veit því betur getur maður stutt þann veika.
  • Varaðu þig á því að taka ákvarðanir fyrir hönd sjúklingsins
  • Láttu skoðun þína í ljós ef hinn veiki tekur ákvarðanir sem þú ert ósammála.
  • Ekki taka á þig fulla ábyrgð á daglegum verkefnum, en þannig getur sjúklingnum fundist hann vera byrði og veikari en hann er.
  • Ekki vænta hins ofurmannlega af þér. Vertu raunsær, leitaðu hjálpar og þiggðu hjálp frá fjölskyldu og vinum.
  • Fyrirgefðu sjálfum þér þó að þú missir þolinmæðina, æsir þig upp eða grætur. Aðstæðurnar valda álagi og enginn er fullkominn.
  • Ekki halda að það sé neikvætt að leita hjálpar hjá fagfólki
  • Passaðu sjálfan þig þannig að þú hafir nóg til að veita umönnun.
  • Reyndu að sjá til þess að þú upplifir eitthvað jákvætt í daglegu lífi. Láttu ekki sjúkdóminn skyggja á allt.

Þýtt og endursagt: FG
Upprunalega skrifað 31.3.2004 –