Skip to main content
Fréttir

Ljóð sent okkur frá Kína

By 2. maí 2013No Comments

Valur Höskuldsson, ljóðskáld þýddi ljóðið á skáldlegum nótum.

Sameinaðir MND sjúklingar. Líkt og vorvindur hlýr, þú stendur okkur við hlið Líkt og glóheit sólin, þú vekur okkur hlýju í huga Líkt og brosandi engill, þú fyllir okkur von og styrk Þín góðvild og hjartahlýja hljómar í okkar huga Að gera hluti af góðvild, er styrkur í veikindum Ávallt reiðubúinn að hjálpa með gleði umhyggju Allir MND veikir sameinumst, og tökumst á við sjúkdóm illann. Við erum ein fjölskylda, og hönd í hönd við munum hafa sigur.