Skip to main content
Fréttir

Mín líðan og MND á Íslandi hafa gert með sér samning um sálfræðiþjónustu

By 27. maí 2022No Comments

Mín líðan og MND á Íslandi hafa gert með sér samning um sálfræðiþjónustu.

Rétt til þjónustu hefur sá sem greinst hefur með MND, maki viðkomandi og börn þeirra.
Eina skilyrðið er að viðkomandi séu félagar í MND á Íslandi. (Árgjaldið er núna 1.000.- krónur á mann)

Þetta er gert vegna þess að ekki hefur tekist að ráða sálfræðing að MND teyminu.

MND teymið mun hafa frumkvæðið að því að benda fjölskyldum á þennan möguleika eða að hafa samband beint við skrifstofu félagsins. Hver einstaklingur verður að borga kr. 10.000.- af hverri meðferð. MND á Íslandi mun sjá um greiðslu á því sem útaf stendur.

Við vonum að þetta muni gagnast sem flestum. 

Stjórnin