Skip to main content
Fréttir

Sorpa styrkir MND félagið

By 25. júlí 2019No Comments

25. júlí 2019

MND félagið á Íslandi fékk styrk í dag frá SORPU, eða Góða hirðinum að upphæð kr. 528,500.-  sem við þökkum innilega fyrir.

Sorpa var með bás á sýningunni Lifandi Heimili sem var í Laugardalshöll. Básinn var valinn sá  áhugaverðasti.

Öll húsgögn og munir á sýningunni komu frá Góða hirðinum.  Yfir sýningarhelgina gafst fólki tækifæri á að bjóða í þá fallegu muni sem í básnum voru.

Starfsfólk Góða hirðisins völdu að styrkja MND félag Íslands með ágóða uppboðsins.

„Þarna sýnir Sorpa og starfsfólk þess samfélagslega ábyrgð í verki með stuðningi við félög þeirra sem minna mega sín.“ sagði Guðjón formaður MND félagsins við afhendinguna.

Mynd frá afhendingunni:

Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri og Friðrik Ragnarsson verslunarstjóri Góða hirðisins afhenda Guðjóni styrkinn í dag.