Skip to main content
Fréttir

Valur segir ferðasögu Danmerkurfara

By 1. júlí 2013No Comments

Eftirår i Musholm Bugt.  Ferðasaga  MND sjúklinga til Danmerkur 18 – 23 september 2005.   

 

Það er smá hita súld og rigning í nánd er við ferðafélagar 22 að tölu frá Íslandi vorum komin út á planið þar sem rútunar stoppa fyrir utan Kastrup Flughöfnina í Kaupmannahöfn . Og voru strax gerð út af örkinni fólk til að finna rútuna okkar , og þrátt fyrir að á planinu væru um 10 rútur þá virtist enginn vera að sækja okkur . Því var rokið í töskur og grafin upp símanúmer og farið að hringja til að athuga hvar okkar rúta væri . Eins og títt er á svona plönum þá ganga þar um misþéttir bílstjórar að reykja eða að spjalla hver við annan og sumir jafnvel að tala í farsíma . Og sem við stöndum þarna í einum hnapp 22 ferðafélagar og ein kona úr hópnum okkar er að tala við bílstjóra rútunar okkar í farsíma til að vita hvar hann sé , þá tökum við eftir því að hún fer að ganga hægt yfir á bílastæði hjá rútunum og þar tekur einn bílstjóri upp á því að ganga til móts við hana svo er 10 metrar eru á milli þeirra þá veifar hún honum og hann veifar til baka , svo skellihlægja þau bæði og segja eitthvað sniðugt í símann og leggja svo á . Og við höfum fundið rútuna okkar og bílstjóra . Svo ökum við sem leið liggur um sunnanvert Sjáland og stefnum vestur til smábæjar er heitir Korsör þar sem við munum gista næstu  5 daga í Musholm Bugt Feriecenter . Og leiðinn er mjög falleg þó akrar séu orðnir fölir , þá eru öll tún en fagurgræn og falleg og skiptist landslagið í græna hóla og hæðir og virðist ekkert verið farið að hausta og gæti sem best verið ágætur dagur í Íslenskri sveit með smá þokumistri og hita upp á 12° og kunnum við vel við útsýnið á leiðinni . Stundum bregður fyrir hvítum hlöðnum litlum sveitakirkjum með kannski smá trjálundi við og litlum friðsælum kirkjugarði . Leið okkar er um 110 km sem er svona álíka langt og frá Reykjavík til Hvollsvallar . Svo er við nálgumst bæinn Korsör þá blasir við langt úr fjarska mannvirkið mikla sem er brúin yfir Stóra – Belti en rétt áður en við komum að henni þá beygjum við og ökum heim að Musholm Feriecenter þar sem við munum búa , og er þar tekið á móti okkur af alúðlegri danskri gestrisni . Við þessi 22 ferðafélagar vorum 6 MND sjúklingar og 3 meðlimir MND teymisins á Borgarspítalanum og svo ritttúlkurinn okkar er þýddi jafnóðum úr dönsku á Íslensku allt sem sagt var sem birtist svo á stóru tjaldi þannig að við skildum öll vel hvað fram fór á fundum , og hinir 12 ferðafélagar okkar voru makar og aðstandendur .

Það verður seint sagt um frændur vora Dani að þeir kunni ekki að halda veislu , því einmitt þar eru þeir á heimavelli og kunna svo sannarlega að bjóða gestum sínum góðan mat allt frá morgunverðarhlaðborði er svignaði undan brauði og salötum og um 150 tegundum af áleggjum og lá við að sum af okkur þyrftum á sérfræðirágjöf að halda til að komast einhvern tímann frá þeim kræsingum . Og ekki tók betra við í hádeginu er hlaðborðið nú svignaði undan öllum þeim ljúfengu kræsingum og þurftum við oft að velja og hafna svo mikið var þar að bökum og ýmsum girnilegum salötum og svo við borðsendann stóð hann Kenn yfirkokkur sjálfur og mundaði stóran steikargaffal og hníf og skar þar niður þær sneiðar af steiktu kjöti er fólk vildi á  sína diska fá og sýndist mér að allir færu nú sáttir frá þeim viðskiptum við Kenn og færu reyndar sumir eftir meiru . Og svo við kvöldmatinn á dúkuðum og fallega skreytum borðum með kertaljósum og rauðum rósum í vasa okkur til yndisauka við borðhaldið , og var það alveg einstök upplifun að fá svona góðann mat og enn betri þjónustu með bros á vör og alltaf ís eða ískaka með ferskum berjum í desert . Svo þess á milli voru kaffi og tetímar allt til kvöldkaffis seint um kvöld með mörgum tegundum af ostum , vínberjum og sultum  bara svona rétt undir svefninn .

Við vissum náttúrulega ekkert hvernig það yrði að sitja svona ráðstefnu í öðru landi um sjúkdóminn er við erum með . Ekki nema það að þessa 3 virku daga virtist dagskráinn vera nokkuð þétt skipuð , þrátt fyrir góð hlé allan daginn á milli dagskrárliða . Og hafði maður það helst í huga hvort ekki mætti sleppa einhverju svo tími gæfist til að sinna ýmsu öðru í útlandinu , enn eftir fyrsta daginn varð nokkuð ljóst að allt á dagskránni var alveg bráðnauðsynlegt og átti mikið erindi við okkur öll er þar sátum og drukkum við í okkur þann fróðleik , sama hvort um var að ræða lífsreynslusögur annara sjúklinga og hvernig þeim tókst að glíma við Heilbrigðiskerfið í sínum heimlöndum og lífið sjálft við breyttar aðstæður og til þess er tveir lungnalæknar annar Danskur og hinn Norskur sviptu hulunni af og fræddu okkur um allt er viðkom öndunarvélum notkun þeirra ásamt ýmsum álita málum er þeim tengjast og var þar um dauðans alvöru að ræða og vorum við mjög þakklátt fyrir að hafa fengið þar dýrmætar upplýsingar er ekki virðast liggja frammi annarstaðar . Svo var líka fróðlegt að hlýða á erindi um mismunandi Félags og sjúkrahúsþjónustu er fulltrúi hvers lands flutti og má því segja að eftir þessa ráðstefnu hafi maður nokkuð góðan samanburð á hvað sjúklingu býðst í sínum löndum ( allt nema frá Svíþjóð , en þaðan var ekki fulltrúi ) heldur vorum við bara þarna frá Íslandi , Danmörk , Noregi , og Finnlandi . Svo á kvöldin voru okkur sýndar heimildarmyndir er félagar okkar á hinum Norðurlöndunum hafa gert og báru þær titla líkt og ,, Að tala með augunum ,, Og er lífið gerist erfitt ,, og voru þær mjög vel gerðar og vel til þess fallnar að auka skilning á hvað MND sé enda hafa þessar myndir verið sýndar í sjónvarpi þarna úti t.d. Danmörk . Svo í öllum þessum hléum á milli dagskrárliða þá reyndum við að kynnast öllsömul og tókst það bara ágætlega og vona ég að þar hafi ég eignast marga góða vini og var oft glatt á hjalla í fundarhléum og má með sanni segja að við höfum haft af ferðinni bæði gagn og gaman . Og svo er runnin upp nýr dagur og er þetta er dagurinn áður enn við förum heim og formlegum fundarhöldum er loks lokið og danskir vinir okkar vilja endilega að við förum öll niður á strönd . Og svo erum við kominn niður á litla strönd í svona líka mildu fallegu veðri um 14° og göngum við þar aðeins um í drifhvítum sandinum enn stöndina höfum við alveg fyrir okkur og engir léttklæddir danir eru þar því nú er komið 22 september og komið haust , og fara sumir úr skóm og sokkum til að komast i betri snertingu við ströndina og sjóinn og en aðrir týna steina og fleyta kellingum sjálfur fer ég uppá litla bryggjuna sem þar er og dáist að því hvað sjórinn sé hreinn og tær og hversu smásílinn er þar synda og margglitur sjást vel . Svo fann ég á ströndinni hvítan fallegan stein er fer vel í lófa , og þar sem ég kaupi enga formlega minnjagripi um þessa ánægjulegu ferð . Þá mun þessi litli hvíti steinn vera mitt minningarbrot af Danmörk sem mun ævinlega minna mig á 5 góða daga í Musholm Bugt er við áttum þar ásamt góðu fólki . Og svo náðum við líka að stofna og ýta á flot Samtökum MND sjúklinga á Norðurlöndum . Og hygg ég að við höfum öll haft bæði gagn og gaman af þessari ferð .

Valur Höskuldsson

Upprunalega skrifað 13.5.2006 –