Skip to main content
Uncategorized

ÖBÍ – opið hús 5.september 2023.

By 31. ágúst 2023No Comments

Kæru félagar í aðildarfélögum ÖBÍ!

Þriðjudaginn 5. september næstkomandi bjóða ÖBÍ réttindasamtök félögum aðildarfélaga á Opið hús í Sigtúni 42.

Við verðum á léttu nótunum en reiknum með því að vera að mestu innan dyra að þessu sinni.

Hér undir er dagskrá Opna hússins.

Mikilvægt er að þau ykkar sem ætlið að koma skrái þátttöku  hjá Kristínu kristin@obi.is og láti vita um matarofnæmi eða sérstakar óskir varðandi mat.

Hlökkum til að hitta ykkur og njóta samveru!

 

—-

Opið hús fyrir aðildarfélög 16 – 18:30

Haustinu fagnað í ÖBÍ

 

Verið velkomin á opið hús þriðjudaginn 5. september í Sigtúni 42.

Við gerum okkur glaðan dag, stöldrum við, fögnum áföngum og horfum inn í veturinn.

 

16:00 Húsið opnað

 

16:30 Við erum í þessu saman

– Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.

 

Tónlist og léttar veitingar